Reykjaferð

Vikuna 14.-18. nóvember fór árgangurinn á Reyki í Hrútafirði. Nú hafði ég hugsað mér að segja frá því sem mér fannst skemmtilegast/áhugaverðast á Reykjum.  

Í íþróttum fannst mér skemmtilegast þegar við fórum við í hálfgerðan "dodsboll" nema þú frelsar alla með því að hitta í körfuna.

Í náttúrufræði fannst mér skemmtilegt þegar við fórum niður í fjöru að finna hluti. Mér fannst það áhugavert vegna þess að ég fann krossfisk og hann var fjólublár á litinn.

Í Undraheimi auranna fannst mér skemmtilegast í spilinu sem við fórum í, en það endaði ekki skemmtilega þar sem ég var með 400.- mínus í lokin. En þetta var samt mjög skemmtilegt spil.

Á Byggðasafninu fannst mér áhugavert að sjá alla gömlu hlutina og reyna að finna þá. Það var skemmtilegt.

Í Stöðvaleik fannst mér allt mjög skemmtileg eins og t.d. þegar kennarinn sagði okkur frá öxinni sem á sér langa sögu.

Mér fannst mjög skemmtilegt á Reykjum og ég væri alveg til í að fara þangað aftur. :D                                               

cool        PB140020    PB160043

Undraheimur auranna                   Stöðvaleikur                            Byggðasafnið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband